17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors):

Hv. Ed. hefir gert nokkra breyt. á þessu frv. frá því það fór héðan úr Nd., en mig rekur ekki minni til, að öðru hafi verið breytt en ákvæðum 3. gr. Ég tel fyrir mitt leyti, að þær breyt., sem gerðar hafa verið, orki a. m. k. tvímælis, en ég viðurkenni, að vegna örðugleika á framkvæmd ákvæða l., þá megi nokkur rök færa fyrir þeim breyt., sem hér eru gerðar. En þó get ég ekki varizt þeirri tilfinningu, að það sé óviðfelldið fyrir fiskveiðaþjóð eins og okkur Íslendinga að lögfesta ákvæði eins og þessi, sem hér er um að ræða. Ég skal að öðru leyti ekki gera þetta að umtalsefni, en mér þótti rétt að láta þessa skoðun mína í ljós, áður en málið verður afgr. frá Alþingi.