21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (1937)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins taka það fram, að ef það er aumingjaháttur að sitja hjá við atkvgr., þá er þessi hv. þm. meira en meðalaumingi, svo oft hefir hann setið hjá við atkvgr. hér í d. Ég verð að segja, að þetta kemur úr hörðustu átt, þar sem allir vita, að hann fylgir að málum sjálfstæðismönnunum í d. og er í nánu sambandi við þá og undir þeirra valdi. Ég skal geta þess, að vegna þess að 2. landsk. þm. lýsti því yfir í útvarpsumr., að hann mundi fylgja brtt., þá hélt ég, að Bændaflokkurinn stæði saman, og býst ég við, að mér verði virt það til vorkunnar.