21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (1943)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Jakob Möller:

Ég vil vísa hæstv. forseta á 44. gr. þingskapa, sem hljóðar svo: „Hvorug þingdeildin má gera ályktun um neitt, nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og gr. þar atkv.

Enginn ályktun er lögmæt, nema meira en helmingur fundarmanna, þeirra sem atkvæðisbærir eru, greiði atkv. með henni. Skylt er þm., hvort heldur í d., eða Sþ., að vera viðstaddur og gr. atkv., nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi“. Mér skilst því, að þegar 32 atkvæðisbærir þm. eru staddir í d., en aðeins 15 gr. atkv. með brtt., að það sé ekki helmingur, og til þess að það geti talizt lögleg samþ. vanti úrskurð hæstv. forseta fyrir því, að svo margir hv. þm. séu óatkvæðisbærir, að 15 verði meira en helmingur þeirra, sem atkvæðisbærir teljast.