21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Forseti (JörB):

Þetta er af einhverjum ókunnugleika hjá hv. 3. þm. Reykv. Mikið af okkar löggjöf er til orðin á þennan hátt, því þessari reglu hefir verið fylgt allan þann tíma, sem ég hefi setið á þingi.

Þetta ákvæði þingskapanna, sem hv. þm. var að vitna til, kemur því aðeins til greina, að um það sé deilt, hvort þm. sé atkvæðisbær eða eigi. En forseti hefir engan rétt til að skipa þm.gr. atkv. Hann getur aðeins lagt á þá þingvíti, með því að svipta þá kaupi. Nú hefir nokkur hluti hv. þdm. tekið þá afstöðu að greiða ekki atkvæði, og forseti ekki gengið eftir frekari grg.

Nú eru rúmir 20 menn í d., sem hafa gr. atkv., 15 með brtt. en 8 á móti. Er því brtt. samþ. og atkvgr. fullkomlega lögmæt.