21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (1946)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Jakob Möller:

Ég veit, að hv. þm. V—Ísf. hefir gert sér grein fyrir því, hve mikla þýðingu það hefir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að þau miklu réttindi, sem honum eru veitt með þessari till., séu fullkomlega löglega afgreidd. Mér skilst, að hæstv. forseti lesi ekki nema nokkurn hluta af 44. gr. Þar er skýrt fram tekið, að þd. geti ekki ályktað um mál, nema helmingur þm. sé á fundi. og því aðeins er ályktun lögmæt, að hún sé samþ. með fullum helmingi atkv., þeirra sem atkvæðisbærir eru. Er þetta vitanlega gert til að ganga úr skugga um, að þýðingarmikil mál hafi samþ. meira en helmings fundarmanna. Hvað forseti metur gilt eða ekki gilt er undir 4 málsgr. þessarar gr. og ekki um það að ræða hér. En er skilyrðislaust ákvæði fyrir því, að samþykktin sé lögmæt. Hæstv. forseti verður því að úrskurða þá þm., sem ekki gr. atkv., óatkvæðisbæra, svo ályktunin sé lögmæt. Það er óhjákvæmilegt skilyrði.