21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (1947)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Forseti (JörB):

Það er ekki til neins að vera að karpa um þetta lengur. Mikið af okkar löggjöf hefir fyrr og síðar verið afgreitt á þennan hátt. Þetta er því ekki annað en orðhengilsháttur hjá hv. 3. þm. Reykv., og skal ég ekki rekja marga þætti úr þingsögunni um það. En ég skal víkja að því atriði í orðum hv. 3. þm. Reykv., þar sem hann lagði áherzlu á að binda löglega samþ. við meiri hl. atkvæðisbærra þdm., sem fund sætu. Ég vil þar benda hv. þm. á, að ef þm. neitar að gr. atkv., þá telst hann ekki þátttakandi, og verður þá hitt ákvæðið að gilda. Hér er engin deila um, hvort þm. séu atkvæðisbærir eða ekki.

Ég hefi tekið gildar frambornar ástæður þeirra, sem sitja hjá. Hér hefir meiri hl. dm. tekið þátt í kosningu og meiri hl. þeirra samþ. brtt., og er það vissulega nóg. (GÞ: Er það sama, að vera ekki atkvæðisbær og gr. ekki atkv.?). Undir þessum kringumstæðum hefir ætíð gilt það sama, og fjöldi mála þannig afgreidd fyrr og síðar.