21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (1948)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Magnús Torfason:

Það er þýðingarlaust að deila lengur um þetta mál, því úrskurður forseta er fallinn. En ég skal geta þess, að fyrst þegar úrskurður hliðstæður þessum var felldur, voru þingsköpin mjög vel athuguð. Og það, sem gerði það að verkum, að fyrsti forseti í Ed. leit eins á og forseti Nd. nú, eru ákvæðin í 17. gr. Þar stendur svo, með leyfi hæstv. forseta: „Rétt kosinn í nefnd við óhlutbundna kosningu — þ. e. við aðra kosningu en hlutfallskosningu — er sá, er hlotið hefir 1/3 gr. atkv., og aðeins hér telst auður seðill greitt atkv“.

Þetta er undantekningarákvæði í þingsköpunum og þess vegna var litið svo á, að rétt væri að álykta sem svo, að því er atkvgr. snertir, að þá skyldi hin reglan gilda. Er mér kunnugt um, að forsetar hér í Nd. höfðu þessa skoðun frá því fyrsta.