21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (1950)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Forseti (JörB):

Hv. 8. landsk. kom nákvæmlega með sömu atriðin og deilt hefir verið um, en ekkert nýtt. Ég undrast stórlega, að lögfræðingur skuli bera fram þau rök, því ef þetta er athugað, liggur í augum uppi, að fáir þm. geta leikið sér að því að fella mál, með því að gr. ekki atkvæði. Hv. þm. tók það dæmi, ef 20 þm. væru í d. og 9 væru með, en 8 móti og 3 gr. ekki atkv. Eftir okkar reglum er þetta lögmæt afgr. En eftir skilningi hv. 3. þm. Reykv. og hv. 8. landsk. yrði málið ekki afgr., nema meira en helmingur þessara 20 þm. gr. atkv. með eða móti. Eigi að síður er þessi skoðun svo fjarri sanni upp á afgreiðslu mála, því að þá hefði mikið af okkar lögum ekki fengið löglega samþykkt.

Hér er um tvö óskyld atriði að ræða, hvenær þm. séu atkvæðisbærir, og ef þeir eigi taki þátt í atkvgr. (GÞ: Það skilst mér líka). Hér hefir ekki verið ágreiningur um. hvort þm. væru atkvæðisbærir, og kemur það því ekki þessu máli við. Sá ágreiningur getur því aðeins komið upp, að forseti taki ekki ástæður þm. gildar fyrir því, að hann greiði ekki atkv.