21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1962)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Ásgeir Ásgeirsson: Ég vil benda á í sambandi þið þessar umr., að í máli því, frv. um fiskiráð, sem afgreitt var til 2. umr. næst á undan þessu máli hér í hv. d., var 1. gr. þess frv. samþ. með 16:13 atkv.; einn hv. þm. greiddi ekki atkv. Nú voru l6 menn ekki meiri hl. þeirra hv. þm., sem á fundi sátu þá í hv. d., en um þetta var ekki kvartað, og földu allir frv. löglega samþ. Það er ekki lengra en þetta síðan þessir tveir hv. þm. sjálfstæðismanna og aðrir hafa fallizt á þessa reglu hæstv. forseta. Ég segi þessum 2 hv. þm. þetta til huggunar, til þess að sú kúgun þurfi ekki að bætast ofan á aðra kúgun, sem þeir verða fyrir hér í þessari hv. d., að þeir eru nú neyddir til að vera í meiri hl. í þessu máli og sigra.