07.12.1934
Neðri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1379 í B-deild Alþingistíðinda. (1975)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Garðar Þorsteinsson) [óyfirl.]:

Hv. þm. Hafnf. talaði um það, að það væri að vissu leyti nokkuð hliðstæð skylda, sem fælist til einstaklinga um að gefa skýrslur eftir l. frá 1895 um hagfræðiskýrslur eins og fælist í þessu frv., og að þar væru einnig ákveðnar dagsektir. Þetta er að vissu leyti rétt, en það er þó ákaflega mikill meginmunur í ákvæðum þeim, sem felast í 1. um hagfræðiskýrslur og þessu frv., sem hér liggur fyrir, bæði um sektir, skylduna til að gefa upplýsingar og hverjir það séu, sem skyldir eru til að gefa upplýsingar. Ef hv. þm. vill athuga þetta frv., sem ég þykist nú reyndar vita, að hann muni hafa gert, þá sér hann í fyrsta lagi, að samkv. 1. gr. 1. frá 1895 er það ríkisstj., sem á að annast um útvegun á þeim skýrslum, sem í l. þessum greinir. Það er sem sé Alþ., sem felur ríkisstj. að fá ákveðnar skýrslur um ákveðin málefni frá alveg ákveðnum mönnum. Það er því ríkisstj. sjálf í fyrsta lagi, sem á að annast um þessa skýrslusöfnun, þó hún svo hafi falið sitt umboð hagstofunni. Hv. þm. hlýtur að vera það alveg ljóst, hver meginmunur er á því, hvort það er ríkisstj. sem slík, sem á hverjum tíma hefir vald til þess að fá skýrslur um ákveðin málefni frá fyrirfram ákveðnum mönnum eða hvort það er gefið ótakmarkað rannsóknarvald í hendur pólitískri n., sem er skipuð af pólitískri stj. Í öðru lagi má benda á það, að samkv. 2. gr. l. frá 1895 er þessari skýrslusöfnun og fyrirkomulagi hennar komið fyrir með reglugerð, þannig að þeir, sem þurfa að gefa skýrslur, geta alveg séð, hve víðtæk skyldu þeirra er til þess að gefa upplýsingar um það, sem um er spurt. Ríkisstj. eða hagstofan hefir á hverjum tíma ekki heimild til að ganga að skýrslusöfnun lengur heldur en þessi reglugerð heimilar, en mér er hinsvegar ekki vitanlegt, að í þessu frv., sem hér liggur fyrir, sé gert ráð fyrir því, að gefin sé rit nokkur reglugerð um það, á hvern hátt þessi skýrslusöfnun Rauðku skuli fara fram eða að takmarka eigi með reglugerð að nokkru leyti skyldu manna til þess að svara þeim spurningum, sem n. kann að leggja fyrir menn. Þarna kemur líka allverulegur munur fram. Í l. frá 1895 er þetta takmarkað með reglugerð, en í þessu frv. er þetta alveg ótakmarkað gefið n. sjálfri á vald. Það, sem þá er augljósasti munurinn á þessu tvennu, frv. og l. frá 1895, er það, að í l. er það alveg tiltekið, hverjir það séu, sem eru skyldir til að geta þessar upplýsingar, og eru það eins og talið er upp í 3.—5. gr. l., bændur, búendur, skipstjórar, formenn, útgerðarmenn og forstöðumenn sparisjóða. Það er ekki sjáanlegt, að það séu aðrir, sem séu skyldir til þess að gefa þær upplýsingar, sem samkv. þeim l. er heimilt að biðja um. En samkv. þessu frv. hefir n. heimild til þess að heimta skýrslur, munnlega eða skriflega, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum, stjórnendum fyrirtækja og stofnana, um þau atriði, sem hún sjálf telur með þurfa. Það eru engar takmarkanir á því, hjá hverjum n. getur krafizt þessara skýrslna, jafnt hjá embættismönnum, forstöðumönnum allra stofnana, sparisjóða, hlutafélaga og annara firma og öllum einstaklingum, jafnvel þó þeir hafi engan atvinnurekstur, nema þá kannske e. t. v. einhvern iðnað. Það er því algerlega út í hött hjá hv. þm. Hafnf. að koma með samanburð á þessu frv., sem hér liggur fyrir, og 1. frá 1895. Og ég þykist rita, að hv. þm. hafi meira komið með þennan samanburð til þess að reyna að finna einhver veik rök fyrir sínum málstað heldur en að honum sjálfum hafi ekki verið fullljóst. hver munur er á ákvæðum þessa frv. og l. frá 1895. — Það er rétt, að í 1. frá 1895 er svo ákveðið, að menn, sem ekki vilja gefa þær skýrslur, sem þar greinir, skuli sæta dagsektum, sem eru 1—5 kr., en hér í þessu frv. allt að l00 kr., svo það er strax út af fyrir sig útilokaður allur samanburður, og í öðru lagi er í l. frá 1895 aðeins lítilfjörleg sekt, 10—20 kr., gegn því ef mönnum skyldi verða á að gefa eitthvað rangar upplýsingar, en samkv. þessu frv. skulu menn dæmdir í fangelsi fyrir meinsæri. Ef t. d. mér ekki þóknast að gefa hv. þm. S.-Þ. og hv. 2. þm. Reykv., sem ég hefi nú litla löngun til að lúta hvorki í einu né öðru, allar þær upplýsingar, sem þeir óskuðu, þá mundi ég verða dæmdur í meinsæri. Mér þætti það ákaflega hart, og ég mundi aldrei gefa mitt atkv. til þess að gefa hvorki þessum mönnum né öðrum ótakmarkað vald í þessum efnum eins og frv. fer fram á. Og það er alveg sama, við hvað maður miðar í þessu efni, hvort maður tekur eldri lagaákvæði, sem fjalla um svipuð efni eða hvort maður tekur svipaðan samanburð og hv. þm. Snæf. gerði, þar sem hann minntist á skipun hinnar ensku n., þá er mismunurinn svo mikill, að enginn samanburður kemst að. Það er í raun og veru bæði sorglegt og hlægilegt, að fást skuli meiri hl. þ. til þess að gefa pólitískri n. slíkt vald sem þetta, og ég er alveg sannfærður um, að þetta frv., ef að l. verður, á eftir að hefna með því fordæmi, sem hér er gefið.

Hv. þm. Hafnf. talaði dálítið af sér áðan. Hann talaði um það í ræðu sinni hér í gær, að þó að menn tækju þátt í pólitík, þá gætu menn starfað í slíkri n. sem þessari ópólitískt og að menn þyrftu ekki að láta pólitíska skoðun ráða neinu í slíkum daglegum störfum, og er ég honum sammála um þetta. En hinsvegar erum við að sjálfsögðu sammála um, að slíkt verður oftast svo í reyndinni. En hv. þm. sagði áðan, að sjálfstæðismenn hefðu ekkert að gera í þessa. n. meðan þeir hafa þetta hugarfar sitt, þeir þyrftu að fá rétt hugarfar. Hvaða hugarfar? Pólitískt hugarfar? Sjálfstæðismenn mega ekki starfa í n., af því að þeir hafa ákveðið pólitískt hugarfar, en í gær sagði hv. þm., að slíkt þyrfti ekki að skipta neinu máli. Hvernig vill hv. þm. samrýma þetta? (EmJ: Þetta er útúrsnúningur). Ef ég ekki má vitna í orð hv. þm. frá því í gær og bera þau saman við orð hans í dag, þá er það bara hann sjálfur, sem hefir talað af sér, en ég ekki með neinn útúrsnúning. Hv. þm. talaði um það, að þeir, sem í n. færu, yrðu að starfa þar af heilum hug. Hvað er heill hugur? (EmJ: Veit ekki hv. þm. það?). Jú, ég veit það út af fyrir sig, en ég fæ bara ekki samrýmt þessi orð hv. þm. við það, sem hann sagði í gær. Er það heill hugur að starfa í n. í samræmi við pólitíska skoðun manna eða í samræmi við það, sem maður álítur sannast og réttast? Ég álít, að það sé heill hugur. En ég efast um, að hv. þm. Hafnf. skilji þau orð á þann veg. Ég fæ þess vegna ekki séð, jafnvel ekki frá sjónarmiði hv. þm., að það sé fyrirfram útilokað, að sjálfstæðismenn gætu starfað af heilum hug í n., ef hann skilur orðin þannig, að pólitík eigi þarna engu að ráða. Það er því aðeins, að hv. þm. skýri orðin á þann veg, að starf manna í n. verði að vera í samræmi við þeirra pólitísku skoðun, að ég get ekki fallizt á, að sjálfstæðismenn geti starfað af heilum hug í n. En ef n. vildi starfa á vísindalegum grundvelli, þá álít ég, að sjálfstæðismenn væru engu síður en aðrir hæfir til þess að vinna í n., og ef þeir vildu eins og hinir nm. leita að veilum, sem nú kynnu að vera á rekstri atvinnuveganna. Ef þeir gerðu þetta ópólitískt, þá tel ég, að þeir mundu starfa af heilum hug. Og hvað er það, sem sannfærir hv. þm. Hafnf. um það, að sjálfstæðismenn mundu ekki vilja starfa í n. á þeim grundvelli að finna leiðir til þess að bæta atvinnumöguleikana? Hv. þm. slær því einu föstu, að sjálfstæðismenn hafi ekki hið rétta pólitíska hugarfar og þess vegna geti þeir ekki starfað af heilum hug. Það er þess vegna ég, sem skil orðin „heill hugur“ rétt, en hv. þm. ekki. Hv. þm. sagði, að sjálfstæðismenn mundu eyðileggja störf n. Hvers vegna? Ekki vegna þess, að þeir hljóti fyrirfram að vera skoðaðir sem óhæfir starfsmenn, ekki vegna þess, að þeir hafi ekki þá reynslu og þekkingu, sem fullkomlega jafnist á við þá, sem nú sitja í n. Ég veit ekki, frá hvaða sjónarmiði ætti að skoða störf n., ef endilega þyrfti að slá því föstu fyrirfram, að þeir, sem af Sjálfstfl. hálfu kæmu í n., þyrftu að eyðileggja störf hennar. En hvað er það, sem þarf að slá föstu til þess að þetta gæti samrímzt orðum hv. þm.? Það er það eina, að störf n. séu ekki það, að reyna að finna leiðir til þess að bæta atvinnumöguleikana, heldur sé tilgangur n. sá einn að þjóðnýta atvinnuvegina og þess vegna vilja þeir ekki sjálfstæðismenn í n. Öðru vísi er ekki hægt að skilja hv. þm. En í gær kom hann með þessari saklausu einfeldni fram fyrir d. og sagði, að það væri sama þó hann og hv. 2. þm. Reykv. væru pólitískir, þá gætu þeir samt starfað ópólitíski í n. Og hann er nú búinn að gleyma því sem hann sagði í gær, þar sem hann nú heldur því fram, að þeir, sem ekki hafi hugsunarhátt hinna rauðu flokka, hljóti að eyðileggja störf n. Þannig er hugsunargangur þessa hv. þm. Ég spyr því ekki að því, hvað lengi hann starfar ópólitískt í n., úr því að hann er nú búinn að gleyma sínum góða ásetningi frá því í gær. Og ég, sem var svo bjánalegur og sagðist trúa því vel, að þessi hv. þm. mundi geta starfað ópólitískt. Ég tek þetta því aftur, mér dettur ekki í hug að standa við það deginum lengur, úr því hann sjálfur er búinn að taka allt aftur af því, sem hann sagði um þetta mál í gær.