07.12.1934
Neðri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1980)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Forseti (JörB):

Samkvæmt ákvæðum þeirrar greinar þingskapanna, sem vísað er til þegar fram kemur áskorun um að slíta umr., skal það borið undir deildina umræðulaust, og er sjálfsagt að forseti hlíti því ákvæði. Það liggur í augum uppi, að ef forseti ber fram slíka áskorun, þá hafa umræðurnar að hans dómi gengið úr hófi fram. Nú hefi ég ekki gert þá uppástungu, sem hér liggur fyrir. En samkv. þessari sömu grein hafa 6 þm. deildarinnar rétt til að bera slíka áskorun fram, og forseti verður að sjálfsögðu að taka hana til greina. Ég mun því bera þessa áskorun undir deildina. Þingsköpin taka fram, að það skuli gert umræðulaust. Það er ætlazt til, að þingmenn dæmi sjálfir með atkv. sínu.