07.12.1934
Neðri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1982)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Ólafur Thors:

Ég skal ekki misnota leyfi hæstv. forseta til örstuttrar aths. Ég vildi aðeins beina til hans þeirri fyrirspurn, hvort hann lítur ekki svo á, að upphaf 37. gr. þingskapanna: „Ef umræður dragast úr hófi“ — sé líka skilyrði fyrir því, að 6 þingmenn geti borið fram áskorun um að slíta umræðum. Ef hæstv. forseti lítur svo á, óska ég, að hann úrskurði, hvort umræður hafi dregizt úr hófi fram, og telji hann það ekki, þá verði áskorunin eigi tekin til greina og því ekki borin upp.