07.12.1934
Neðri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (2001)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Ólafur Thors:

Ég get játað það að gefnu tilefni, að mitt atkv. fer dálítið eftir því, hve margir stjórnarliðar eru viðstaddir í d. Sé ég ekki ástæðu til að leyna því, að ég er á móti því, að umr. séu skornar niður, og ég hefi hugsað mér að greiða ekki atkvæði, ef það gæti orðið til þess að fella till., að ég sæti hjá. (JG: Stjórnarliðar eru allir viðstaddir). Þar sem nú einn hinn trúverðugasti stjórnarliði hefir sagt mér, að 17 stjórnarliðar séu viðstaddir, þá sé ég að það herbragð, að greiða ekki atkv., dugir ekki til að fella áskorunina, og af því að ég er því líka andvígur, að umr. verði skornar niður, segi ég nei.