05.12.1934
Efri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1933 í B-deild Alþingistíðinda. (2065)

73. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. er hingað komið frá Nd. og var þar samþ. með dálitlum breyt. Frv. mun vera samið af skipulagsn., en borið fram af samgmn. Nd. Eiginlega er þetta frv. einskonar viðbót við l. um sameiningu pósts og síma frá 1929. Viðbótin felst sérstaklega í því, að nú er gert ráð fyrir að sameina yfirstjórn póst- og símamála í Reykjavík, sem var ekki ætlazt til í l. frá 1929.

Samgmn. þessarar d. hefir athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. Þó hefir n. orðað um 3. gr. frv. Í þessari umorðun er dálítil breyt. frá því, sem er í frv., sérstaklega í þá átt, að það er gert ráð fyrir, að póst- og símamálastjóra séu til aðstoðar fleiri menn, sem eru svo nefndir í gr. eins og samgmn. vill hafa hana, en það er ekki gert í frv., og jafnframt er gert ráð fyrir, að þessir menn skuli vera með í ráðum um þá starfsemi, sem snertir þeirra sérgreinir.

Ég vil geta þess, að einn hv. nm. hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, og mun það standa sérstaklega í sambandi við brtt., sem hann ber fram. Á þá till. minnist ég ekki nú, en geri það kannske, þegar hv. till.maður hefir talað fyrir henni.