10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1937 í B-deild Alþingistíðinda. (2082)

73. mál, stjórn og starfræksla póst- og símamála

Jónas Guðmundsson:

Ég álít alls ekki nauðsynlegt, að þess sé krafizt almennt, að símastjórar kunni símritun, því að þess mun aðeins brýn þörf á 6 stöðum á landinu. Ef þetta ákvæði ætti því að standa í l., gæti það orðið til þess, að hvað góður póstafgreiðslumaður sem væri gæti ekki fengið þessi embætti, nema því aðeins, að hann kynni að símrita, en slíkt nær vitanlega engri átt.