13.10.1934
Neðri deild: 9. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (2096)

60. mál, forðagæsla

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Ég get tekið fram til viðbótar því, sem hv. þm. Mýr. sagði, að það lítur út fyrir, að í einn eða tvo hreppa á landinu vanti hey. Það er til hey handa þessum hreppum, og það hefir verið leitað tilboða um það. En ég vil sérstaklega benda hv. 6. þm. Reykv. á að lesa 6. gr. forðagæzlulaganna, út af því, sem hann talaði um jólaslátrun. Þar er tekið fram, að fyrsta verk forðagæzlumanna skuli vera, ef þeir sjá fram á fóðurskort, að benda á færar leiðir til þess að útvega fóður til viðbótar, áður en þeir leggja til, að búfé bænda verði slátrað. Þetta virðist hv. 6. þm. Reykv. ekki hafa athugað, og yfirleitt virðist hann ekki hafa lesið forðagæzlulögin. Þó ættu menn helzt að vita deili á því, sem þeir töluðu um.