13.10.1934
Neðri deild: 9. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1676 í B-deild Alþingistíðinda. (2102)

60. mál, forðagæsla

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vildi aðeins leiðrétta það hjá hv. 7. landsk., að ég hefði sagt, að búið væri að safna fullnaðarskýrslum í þessu máli. Ég sagði, að búið væri að gera allt, sem hægt væri að gera á þessu stigi málsins, búið að safna þeim skýrslum, sem hægt væri að fá, en eftir væri að fá skýrslur frá forðagæzlumönnunum. En það var ekki hægt að bíða með málið þangað til þær væru til, og því er búið að gera allt, sem hægt er að gera til bráðabirgða.