20.10.1934
Efri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1690 í B-deild Alþingistíðinda. (2146)

43. mál, prestssetur í Grundarþingaprestakalli

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Hv. 1. þm. Skagf. var að tala um, að ég ætlaðist til, að ríkið keypti jörðina undir fasteignamati. Ég veit nú ekki um matið á þessari jörð, en annar hv. flm. segir, að vafasamt sé, að hið tiltekna kaupverð sé undir fasteignamati. En það, sem máli skiptir hér, er það, að jörðin er yfirbyggð, og því vill ábúandi losna við hana. En slík kaup mega ekki marka jarðakaupastefnu ríkisins í framtíðinni.