20.10.1934
Efri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1691 í B-deild Alþingistíðinda. (2148)

43. mál, prestssetur í Grundarþingaprestakalli

Magnús Guðmundsson:

Hæstv. forsrh. bar brigður á, að rétt hefði verið skýrt frá um fasteignamatsverðið á Syðra-Laugalandi. Það stendur í aths. við frv., að jörðin sé metin á 36 þús. kr., og ég trúði því, að það væri rétt, og ég hefi líka gætt að því í jarðamatsbókinni, og kemur það heim. (Forsrh.: Má ég gefa þær upplýsingar, að það er búið að taka undan jörðinni síðan, svo það er ekkert hægt að segja um það). Um það liggja ekki fyrir neinar upplýsingar, og ekki heldur, að jörðin sé yfirbyggð, heldur þvert á móti, að Saurbær sé yfirbyggður, og úr því að hæstv. ráðh. getur samvizkunnar vegna selt bónda þá jörð fyrir svona hátt verð, þá get ég ekki skilið, að það sé synd að kaupa jarðir yfirleitt fyrir svipað verð.