20.10.1934
Efri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1691 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

43. mál, prestssetur í Grundarþingaprestakalli

Magnús Guðmundsson:

Af því að það eru ekki neinar upplýsingar um það í þeim skjölum, sem hér liggja fyrir, hvað það er, sem tekið hefir verið undan jörðinni, þá vil ég fá að vita, hvað það er. Annars skal ég ekki karpa um þetta við hæstv. forsrh. Hann sagðist geta gengið inn á þessi jarðakaup, af því að hér væri hátt selt og hátt keypt, en þessi háa sala kemur niður á bóndanum, sem ætlar að búa á þessari jörð. (Forsrh.: Það er þetta frjálsa framboð, sem sumir halda fram, að eigi að vera á jörðunum). Já, og hæstv. ráðh. gengur inn á það í þessu tilfelli.