27.10.1934
Neðri deild: 21. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1695 í B-deild Alþingistíðinda. (2165)

43. mál, prestssetur í Grundarþingaprestakalli

Páll Zóphóníasson:

Ég get ábyrgzt, að ábúandinn vill vera kyrr á jörðinni, helzt alla sína æfi og með erfðafestu, eftir því sem sóknarprestur hans segir. Hitt er annað mál, að ef hann getur ekki fengið það, kysi hann að fá aðstoð góðs lögfræðings til að búa um kaupin. Þegar maður veit nákvæmlega, hvernig málin liggja, hlýtur manni að sárna að heyra farið með rangt mál, eins og mér sárnar æfinlega, þegar ég heyri farið með rangt mál.