10.12.1934
Sameinað þing: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í B-deild Alþingistíðinda. (219)

168. mál, fjáraukalög 1933

Magnús Guðmundsson:

Þar sem hv. frsm. er ekki viðstaddur, vil ég f. h. fjvn. leggja til, að frv. verði samþ. Þetta fjáraukalagafrv. fyrir 1933 er óvenjulega lágt, og hefði ríkissjóður ekki orðið að greiða háa upphæð vegna taps á Síldareinkasölunni, hefði um sama sem enga aukafjárveitingu verið að ræða.