18.10.1934
Neðri deild: 13. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (2227)

67. mál, útflutningsgjald af síld til hlutaruppbótar sjómönnum

Frsm. (Finnur Jónsson):

Það er algerlega rangt, sem hér hefir verið haldið fram af hv. þm. G.-K., að þetta frv. hefði ekki komið fram, hefði afkoma sjómanna orðið betri í sumar en hún reyndist. Hv. þm. G.-K. er vel kunnugt, að afnám síldartollsins var eitt af samningsatriðum Alþfl. og Framsfl., og þeir samningar voru gerðir áður en útséð var um útborgun hjá sjómönnum eftir síldveiðitímann. (ÓTh: Ég var ekki við þær samningagerðir). Nei, en ég veit, að þessi hv. þm. er svo áhugasamur um stjórnmál, að hann hefir lesið þá samninga, svo að hann þarf ekki í þessu efni að skjóta sér undir neitt ættgengt minnisleysi.