03.11.1934
Efri deild: 29. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1738 í B-deild Alþingistíðinda. (2269)

67. mál, útflutningsgjald af síld til hlutaruppbótar sjómönnum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vil áður en umr. líkur gera grein fyrir ofstöðu minni til þessa máls með örfáum orðum. — Flestir eða allir munu sammála, um erfiðleika ríkissjóðs við að annast óumflýjanlegar greiðslur, og það er kunnugt, að hagur hans er óglæsilegur. Nú hafa verið borin fram stór skattaukafrumvörp til að ráða bót á þessu, og virðist þar gripið til örþrifaráða. En á sama tíma er farið fram á töluvert á annað hundr. þús. kr. útgjöld á einu bretti og utan fjárlaga, að því er virðist án brýnnar nauðsynjar. Ég tel, að þetta séu bein útgjöld úr ríkissjóði, þó að sleppt sé í 1. gr. frv. á eftir orðunum „verja ber“ þeim orðum, sem þar ættu auðvitað á eftir að koma, sem sé orðunum „úr ríkissjóði“. Hér er um að ræða innheimtu á tolli, sem ekki hefir þótt ástæða til að endurgreiða fyrr en nú. Ég verð líka að segja, að ákvæði frv. um skipting greiðslunnar eru að mínu áliti mjög ranglát. Hlutarhæstu sjómennirnir fá mesta uppbót, en þörf þeirra er venjulega minni en hinna, sem lítið hafa borið úr býtum. Ég er á móti frv. í heild, en tel það þó fara nær sanni, ef till. hv. þm. N.-Ísf. verða samþ., og nægja þær þó engan veginn.