03.11.1934
Efri deild: 29. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (2277)

67. mál, útflutningsgjald af síld til hlutaruppbótar sjómönnum

Magnús Jónsson:

Ég vil svara spurningu hv. 4. þm. Reykv. Ég fyrir mitt leyti hefi ekki heyrt þessi hljóð frá útgerðarmönnum, þegar talað er um, að bæir vilji kaupa fyrirtæki þeirra og gera út, og held, að þetta sé mesta fjarstæða. Aftur á móti eru til pólitískir flokkar, sem ekki hafa trú á opinberum rekstri. Ég þykist vita, að útgerðarmenn tækju ekkert illa í það, ef ríkið eða bæirnir vildu bjóðast til þess að taka við þessum tækjum og gera þau út. Aftur á móti eru í þessari stétt menn, sem eru það bjartsýnir, að þeir vona, að þetta hljóti að lagast. Margir, sem lifa á þessum atvinnuvegi, setja allt sitt í hann og afla sér þekkingar í þessu efni; þeir kvíða því atvinnuleysi, ef þeir hætta.