07.11.1934
Efri deild: 32. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2330)

44. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Jón Auðunn Jónsson:

Ég hefi leyft mér að koma fram með brtt. við frv., sem fer í þá átt, að meiri hl. bæjarstj. geti ráðið, hvort uppkosning fer fram eða ekki. Hygg ég, að flestir geti verið sammála um, að bæjarfél. eigi þar mest í húfi, og því ekki rétt að taka öll ráð af bæjarstj. í þessu máli. Hefi ég svo ekki frekar við að bæta það, sem ég hefi áður sagt.