26.10.1934
Neðri deild: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1795 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

94. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Flm. (Thor Thors):

Frv. þetta er flutt samkv. ósk hreppsnefndarinnar og hafnarnefndarinnar í Ólafsvík. Hafnarnefndin telur sig bresta heimild til þess að framkvæma eignarnám, er hún telur nauðsynlegt vegna hafnargerðarinnar. Um þetta vænti ég, að ekki geti orðið ágreiningur, og óska, að frv. verði vísað til allshn.umr. lokinni.