05.12.1934
Efri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1941 í B-deild Alþingistíðinda. (2447)

149. mál, útsvar

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég skal vera stuttorður að þessu sinni. Ég vil leiða athygli að því, að í þessu frv. er ákveðið, að sá, sem ekki vill hlíta úrskurði yfirskattanefndar, hafi ekki nema 2 almanaksmánuði eftir dagsetningu úrskurðar hennar til þess að skjóta honum til ríkisskattanefndar. Þetta getur verið of lítill tími, og hygg ég því, að heppilegra væri að lengja þennan tíma upp í 3 almanaksmánuði.

Ég skal ekki fjölyrða frekar um þetta mál, en ég held, að það sé ekki of langur tími fyrir þann, sem vill kæra út af útsvari, þótt hann hafi 3 mánuði frá dagsetningu úrskurðarins þangað til kæran er komin til ríkisskattanefndar.