19.10.1934
Neðri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1797 í B-deild Alþingistíðinda. (2452)

56. mál, hlunnindi fyrir ný iðn- og iðjufyrirtæki

Frsm. (Emil Jónsson):

Iðnn., sem hefir athugað þetta frv., leggur til, að það verði samþ. svo að segja óbreytt. Aðeins lítilsháttar lagfæringar hefir n. gert á frv. á tveim stöðum, með því að fella úr því setningar, sem álitnar voru óþarfar. Er það í fyrsta lagi í 1. gr., að felld eru niður orðin „þar sem fyrirtækið á heimili.“ Þá þótti og tryggara að fella úr 6. gr., til þess að gera það greinilegra, að ágóða af þeim fyrirtækjum, sem um er að ræða, verði varið til fyrirtækjanna sjálfra.

Þessar brtt. flytur n. ágreiningslaust og mælir einhuga með því, að frv. verði samþ. ásamt þeim, og með tilliti til góðra undirtekta, sem frv. þetta fékk við 1. umr., vil ég vona, að hv. d. samþ. frv. til 3. umr.