19.11.1934
Efri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1800 í B-deild Alþingistíðinda. (2464)

56. mál, hlunnindi fyrir ný iðn- og iðjufyrirtæki

Frsm. (Páll Hermannsson):

Hæstv. atvmrh. spurði þess, hvort n. hefði athugað, hve mörg fyrirtæki myndu falla undir ákvæði brtt. hennar. N. hafði í þessu sambandi eiginlega aðeins eitt fyrirtæki í huga, og það er veiðarfæragerðin. Þetta er bæði þörf iðngrein og á við harða samkeppni að etja. Annars takmarkar brtt. sjálf, hve mörg fyrirtæki þetta verða, því að það verða aðeins fyrirtæki, sem stofnuð hafa verið seint á síðasta ári eða í ár, því að önnur fyrirtæki myndu hafa greitt útsvar áður.