23.11.1934
Efri deild: 46. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1806 í B-deild Alþingistíðinda. (2500)

81. mál, hafnargerð á Hornafirði

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég get verið fáorður um þetta mál. Grg. skýrir í einu og öllu, hvað hér er um að ræða, og n. hefir, eins og sjá má af þskj. 531, fallizt á, að þetta frv. nái fram að ganga eins og það nú liggur fyrir. Þetta frv. er, eins og önnur hafnarlög, sniðið í sama form og þau að mestu leyti, og lítið út af því brugðið. Þar sem ég þykist vita, að þetta geti ekki valdið ágreiningi, sé ég ekki ástæðu til að segja fleira, en vil fyrir n. hönd leggja til, að frv. verði samþ.