12.11.1934
Efri deild: 36. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1946 í B-deild Alþingistíðinda. (2514)

114. mál, lögreglustjóri í Ólafsfirði

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Út af ummælum hv. 1. þm. Eyf. um það, að n. hafi ekki tekið til greina ábendingartill. hans við l. umr., þá skal ég játa, að ég hafði alveg gleymt þessu. En ég skal svara bara fyrir mig, að ég álít, að hér þurfi að vera maður með lögfræðiþekkingu og lögfræðivaldi, og ég tel mjög vafasamt, að í þetta embætti fengist maður fyrir svipuð laun og hv. þm. hefir hugsað sér. Ég mun því ekki geta aðhyllzt þessa skoðun hv. þm.