21.11.1934
Neðri deild: 24. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1960 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

124. mál, hlutafjárframlag fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi

Bjarni Ásgeirsson:

Við hv. 11. landsk. flytjum litla brtt. á þskj. 514 við frv. Það ákvæði, sem hér er lagt til, að fellt verði úr frv., var sett inn samkv. brtt. frá hv. samgmn. Við vildum ekki gera ágreining um þetta atriði við 2. umr. um frv., en þetta atrið: hefir vakið allmikla athygli og spillt fyrir undirbúningi málsins í héraði. Það er nú unnið að því að safna hlutafé, og þetta ákvæði um að banna að greiða arð af hlutafénu meðan ábyrgð ríkisins stendur, hefir spillt fyrir þeirri söfnun og sett stíflu í þetta mál, svo að einstakir menn og hreppsfélög eru ófús að binda fé í félaginu, ef þetta ákvæði á að vera óbreytt. Þess vegna höfum við hv. 11. landsk. flutt till. um það, að ákvæði þetta falli burt, vegna þess að Alþingi hefir það í hendi sér við samningu fjárl. á hverju ári, að setja þetta sem skilyrði fyrir styrkveitingu til félagsins. Hinsvegar höfum við, ef þessi brtt. verður ekki samþ., flutt aðra till. til vara, á þá leið, að arður verði aldrei útborgaður yfir 5% og ekki yfir af hreinum rekstrararði. —- Það virðist svo, að þó brtt. þessi verði samþ., þá sé vel séð fyrir hag ríkissjóðs og framtíð félagsins.