14.11.1934
Neðri deild: 36. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (2704)

119. mál, tollundanþága fyrir tunnuefni og hamp

Jóhann Jósefsson:

Ég held, að það sé lögleysa, sem hér er farið fram á. Það er ætlazt til, að vissar vörur verði undanþegnar hafnargjöldum, án þess að breytt verði hafnarl., sem heimila að taka slíkt gjald af vörunum. Standa þá hlið við hlið l., sem banna að taka þetta gjald, og l., sem heimila það, ásamt reglugerðum þess efnis, staðfestum af stjórnarráðinu.

Ég sný ekki aftur með það, að það er græðgi að taka þessa framleiðslu, tunnugerðina, út úr og gera hana skattfrjálsa, án þess að það sama verði látið gilda t. d. um kassagerð. Í þessu er ekkert réttlæti. Annars skal ég ekki deila við hv. þm. Ísaf. um þetta atriði, og mun hv. d. skera úr því með atkv. Hitt þykir mér líklegt, að við 3. umr. geti komið fram till. um að taka aðrar hliðstæðar vörur undir ákvæði frv.