16.11.1934
Neðri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1847 í B-deild Alþingistíðinda. (2707)

119. mál, tollundanþága fyrir tunnuefni og hamp

Jón Pálmason:

Ég á hér litla brtt. á þskj. 467, og er efni hennar það, að innfluttum trjáplöntum sé bætt við þær vörur, sem ekki á að greiða toll af eftir frv. Mér finnst óviðeigandi, þegar á að fara að gera gangskör að því að efla skógræktina í landinu, að greiddur sé tollur af trjáplöntum. — Í samræmi við þessa brtt. flyt ég brtt. um að breyta um leið nafni frv. — Ég tel ekki ósanngjarnt, að samþ. verði brtt. á þskj. 465, um tollfrítt kassaefni. Annars sé ég ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál.