28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2018 í B-deild Alþingistíðinda. (2714)

104. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. minni hl. (Sigurður Kristjánsson):

Út af orðum hv. formanns sjútvn. vil ég bæta því við, að ég fór fram á að mega bera fram brtt. við frv., en því var synjað. Að ég vildi láta málið sæta venjulegri meðferð, var ekki bara til þess, að ég gæti borið fram brtt., heldur líka til þess, að hægt væri að fá álit þeirra, sem bezt tök hafa á að dæma um þetta, sem sé bankanna og fiskútflutningsnefndar.