23.10.1934
Efri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (2746)

75. mál, varðskip landsins og skipverja á þeim

Magnús Guðmundsson:

Ég vildi biðja hv. sjútvn. að leggja hér fram fyrir 3. umr. nákvæmt yfirlit um, hversu miklu nemur sú launahækkun, sem hér er um að ræða. Hún verður dálítið meiri heldur en hv. frsm. sagði við 1. umr., óbeinlínis að vísu með því að vitna í grg. fyrir frv., sem flutt hefir verið á þingi áður. En ég vil, að þetta sé ekkert efamál. Ég er hræddur um, að fram geti komið misræmi í launagreiðslum ríkisins, ef þessi launahækkun er samþ. samtímis því að felld er niður dýrtíðaruppbót á launum yfir 1000 kr., eins og hæstv. stj. leggur til. Ég vona, að hv. n. hafi ekki á móti því að gefa d. þessa skýrslu.