29.11.1934
Sameinað þing: 16. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í B-deild Alþingistíðinda. (283)

1. mál, fjárlög 1935

Jóhann Jósefsson:

Ég á enga brtt. hér, en vil geta þess, að við. hv. 3. landsk. og ég, sendum fjvn. tvö erindi, sem ég vona, að fái góðar undirtektir við 3. umr., þótt ekki sjáist í nál., að n. hafi haft þau til meðferðar. Erindin eru um framlag til ræktunarvegar og sundlaugar í Vestmannaeyjum. Sundlaugin er næstum fullgerð, og í fyrra var gefinn ádráttur um þessa fjárveitingu. Hér er um hóflegar upphæðir að ræða, og ég vona, að þar sem stórt og mannmargt pláss á hér í hlut, þá verði þessum fjárbeiðnum sinnt við 3. umr.