07.12.1934
Efri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1923 í B-deild Alþingistíðinda. (2857)

71. mál, fiskimatsstjóri

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Sjútvn. hefir borið fram brtt. við þetta frv. á þskj. 683, í tveimur stafliðum. Þessar brtt. eru aðeins til lagfæringar á breyt., sem áður hafa verið gerðar á frv., og er fyrri liðurinn þess efnis, að í 1. gr., þar sem komizt er svo að orði, að matsstjóri eigi að setja yfirfiskimatsmönnum reglur um fiskimatið, þótti betur við eiga að hafa orðalagið þannig, að hann veiti þeim leiðbeiningar um starf þeirra, því í frv. er ákveðið, að atvmrh. setji reglur um matið með reglugerð. Síðari liður brtt. er um það, að ákvæði gildandi laga um skyldur og viðurlög yfirmatsmanna nái einnig til matsstjóra. Báðar þessar brtt. eru bornar fram í samráði við skrifstofustjóra Alþ.