31.10.1934
Neðri deild: 24. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2248 í B-deild Alþingistíðinda. (2866)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Flm. (Páll Þorbjörnsson):

Frv. þetta, sem hér er á þskj. 204, er flutt fyrir tilmæli vélstjóra, útgerðarmanna, skipstjóra og háseta á mótorskipum í öllum stærstu útgerðarplássum þessa lands. Í grg. er skýrt frá því, hvers vegna frv. er flutt, og vænti ég þess, að ekki verði miklar umr. nú við þessa 1. umr. Óska ég eftir því, að málinu verði vísað til 2. umr. og sjútvn.