15.12.1934
Neðri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2273 í B-deild Alþingistíðinda. (2916)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Bergur Jónsson [óyfirl.]:

Frv. þetta er komið frá Ed. og hefir fengið afgreiðslu þar. En í millitíðinni hefir sjútvn. Ed. komið fram með þáltill. um það, að l. nr. 43 1915 og þessi l., sem hér um ræðir, verði endurskoðuð og ný löggjöf í þessum efnum lögð fyrir næsta þing. Ég fæ því ekki betur séð en meiningarlaust sé af þessu þingi að fara að breyta l., ef á næsta þingi, sem væntanlega kemur saman eftir fáa mánuði, verður lögð fram fullkomin löggjöf um þessi efni.

Það er líka varhugavert að vera að hringla með löggjöfina, svo að menn viti ekki, hvernig þeir eiga að haga sér. Ef hestaflatalan væri hækkuð núna, væri ef til vill verið að fá mönnum í hendur réttindi, sem þeir misstu á næsta þingi. Slíkt væri ekki annað en að gefa mönnum falsvonir, og legg ég því til, að málinu verði vísað til stjórnarinnar.