15.12.1934
Neðri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2276 í B-deild Alþingistíðinda. (2929)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Jakob Möller [óyfirl.]:

Hv. þm. Borgf. gerir sig sekan um að álykta út frá einstökum tilfellum. En slíkt er alveg rangt. Eigi að draga réttar ályktanir, hvort sem það er í þessum málum eða öðrum, þá verða þau tilfelli að vera nokkuð almenn, sem á er byggt. En það mun ekki vera almennt, að útgerðarmenn óski frekar eftir mótoristum til vélgæzlu á skipum sínum en lærðum vélstjórum. Slíkt kann að vera til í einstöku tilfellum, en ekki meir. Þá sagði hv. þm., að það spillti ekki, þó að sniðnir væru mestu agnúarnir af þessum lögum, sem að hans dómi mun vera of mikil þekking.