10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2039 í B-deild Alþingistíðinda. (2951)

109. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Finnur Jónsson:

Ég heyrði því miður ekki ræðu hv. þm. Borgf. fyrir hinni rökst. dagskrá, því ég var kallaður í landssímann í sömu svipan. En ég vil mótmæla dagskrártill. og bendi á í því sambandi, að við þurfum að leggja mikla áherzlu á að sá fiskur, sem við flytjum í kvóta til Englands, sé sem allra verðmestur miðað við þyngd. Auk þess vil ég minna á, að hér er um atvinnu að ræða fyrir nokkur hundruð manns. Dragnótaveiðin hefir aukizt, hún er t. d. nú að koma upp við Eyjafjörð, og það hefir ekki lítið að segja á þessum tímum, hvert handtakið. Ég mun því greiða atkv. móti dagskrártill., en samþ. brtt. hv. þm. Vestm.