17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2278 í B-deild Alþingistíðinda. (2959)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Pétur Ottesen:

Hæstv. forseti gekk mjög ríkt eftir því, að dm. gerðu grein fyrir atkv. sínu, og alla hans forsetatíð man ég ekki eftir því, að hann hafi fyrr gert grein fyrir sínu eigin atkv. Þetta mál var rætt hér ýtarlega við fyrri umr., en hæstv. forseti fann ekki ástæðu til að taka þátt í þeim umr. Honum virðist þó vera allmikið niðri fyrir nú, og ég var að brjóta heilann um, hvað mundi hafa valdið því, að hann gekk svo strangt eftir því, að menn gerðu grein fyrir atkv. sínum. Ég var að brjóta heilann um þetta, af því að það hafði ekki borið við áður.

En ég fékk svarið, þegar hæstv. forseti gerði grein fyrir atkv. sínu, því að sú grg. var svo einhliða „agitation“, að auðséð var, að hæstv. forseti hefir ætlað að nota sitt forsetavald til þess að hefja harðvítuga árás á frv. til hnekkis framgangi málsins. Ég vænti, að þessi framkoma hæstv. forseta veki hv. þingmenn til mótmæla og að þeir segi flestir já.