17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (2975)

106. mál, vélgæsla á mótorskipum

Jakob Möller:

Hv. þm. Borgf. sagði í lok umr. um þetta mál, sem of fáir hlustuðu á, að meiningin með þessu frv. væri sú, að sníða stærstu annmarkana af löggjöf þeirri um þetta efni, sem nú er í gildi, og dró ég af því þá ályktun, að honum þætti löggjöfin gera of miklar kröfur til þekkingar þeirra manna, sem hér eiga hlut að máli. En þar sem frv. virðist miða að því að draga úr kröfum um þessa þekkingu, tel ég rétt að greiða atkv. á móti því, og segi því nei.