27.11.1934
Neðri deild: 46. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2046 í B-deild Alþingistíðinda. (2987)

109. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Thor Thors:

Ég hefi ekki kvatt mér hljóðs fyrr við þessa umr., af því að ég hefi álitið, að hv. þm. Borgf. hafi haldið svo kröftuglega á málinu, að ég hefði þar engu við að bæta. En þar sem hann nú hefir skorað á mig að taka til máls, þá geri ég það. Mér hafa líka borizt ákveðnar kvartanir úr kjördæmi því, sem ég er fulltrúi fyrir, vegna yfirgangs af völdum dragnótanna. Kvartanir hafa mér borizt frá hreppsnefnd Eyrarsveitar og frá Landi og Ólafsvík um það, að dragnótin hafi valdið mönnum mikilla búsifja. Ég vil því taka undir hin almennu rök hv. þm. Borgf. og vekja athygli á hinum alvarlegu umkvörtunum frá sjómönnum á Snæfellsnesi.