19.11.1934
Neðri deild: 40. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2285 í B-deild Alþingistíðinda. (3029)

148. mál, stimpilgjald

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég sé, að hæstv. fjmrh. er ekki viðstaddur hér í d., og get ég ekki svarað fyrir hann, en af því að ég var frsm. n. vil ég víkja lítið eitt að þeim tveim aths., er fram komu við frv. hjá hv. 2. landsk. Það er athugunarvert, hvort ekki má hafa frestinn, sem um getur í 11. gr. lengri. Ég hygg þó, að fresturinn hafi verið óþarflega langur í gömlu lögunum og að hæfilegra væri að hafa hann t. d. allt að 5 ár.

Þótt ég viti eigi um aðra nm., mun ég fyrir mitt leyti verða með till. um, að stj. sé heimilt, án þess að leita til þingsins, að ákveða, hvort greidd skulu þrennskonar stimpilgjöld, eða eitt og hið sama. Ég gat þess við 1. umr., að að óreyndu væri eigi gott um það að segja, hvort betra yrði, reynslan yrði að skera úr um það. Ég tel það gott, að stj. eigi þess kost að ákveða þetta án þess hún þurfi að leita til þingsins. Það er því rétt, að n. athugi þessa möguleika áður en frv. kemur til 3. umr., og hvort ekki komi til mála að verða við óskum hv. 2. landsk. í þessu efni.