11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2051 í B-deild Alþingistíðinda. (3050)

176. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Hv. fjhn. hefir flutt þetta frv. eftir beiðni minni. Það þykir nauðsynlegt, að slík heimild sem þessi sé fyrir hendi, ef tækifæri gæfist til að breyta þeim lánum, sem í frv. greinir, í hagkvæmari föst lán. Ég skal lýsa því yfir, af því að ekki er tilgreint í frv. sjálfu, til hvers eigi að verja þessu láni. að stj. mun ekki verja því á annan veg en þann, sem gert er ráð fyrir í grg. frv. Slík yfirlýsing ætti að nægja, þó að ekki séu sett nein ákvæði um þetta í frv. sjálft, en þetta form getur verið þægilegra gagnvart þeim, sem leitað er lántöku hjá.