11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2052 í B-deild Alþingistíðinda. (3053)

176. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Pétur Halldórsson:

Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir upplýsingarnar. En mér fannst nauðsynlegt, að það kæmi fram, að ef ætlunin væri að breyta innlendum lánum í erlend lán, þá væru möguleikar til þess að auka skuldir ríkissjóðs að sama skapi. — Þá vil ég aðeins benda á það, að gert er ráð fyrir nokkru hærra láni en nemur þeim skuldum, sem taldar eru í grg. frv. En ég geri ráð fyrir, að sá mismunur fari að einhverju leyti í kostnað við lántökuna, og hæstv. ráðh. hefir lýst því yfir, að þó að heimildin sé svona, þá verði hún ekki notuð til annara þarfa en að greiða þessi tilgreindu lán.