13.12.1934
Efri deild: 60. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2304 í B-deild Alþingistíðinda. (3108)

148. mál, stimpilgjald

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það liggur hér fyrir brtt. frá mér á þskj. 788, en sú brtt. nær ekki því marki, sem ég vildi, og er það fyrir vangá mína. Ég mun þess vegna taka þessa brtt. aftur, en flytja skrifl. brtt. í staðinn. Ég lít svo á, að þetta sé alveg sjálfsögð breyt. og að sýslusjóðirnir eigi ekki að vera lakar settir í þessu efni en bæjarsjóðir. Ég skal játa, að ég hefi ekki athugað frv. nógu nákvæmlega, en það er mesti óhugur í mér við það, og ég er hræddur um, að það geti stuðlað að því, að viðskipti manna verði ekki eins hrein og áður. Menn munu kinoka sér við að gefa skriflegar kvittanir eins og áður, þegar greiða þarf sérstaklega stimpilgjald fyrir hverja kvittun, en þá er hætt við, að þræta vaxi út af greiðslu, — neitað, að greiðsla hafi átt sér stað, þótt fram hafi farið. Ég er hræddur um, að það verði prókúratorar, sem auðgast mest á þessu frv.: Málaferli aukist.